Kynningarskrá 2025

7 Íslenska | yngsta stig Íslenska Fjör og fræðsla | VE Vefur sem byggir á hugmyndum og verkefnum frá vefnum Paxel123, sem þróaður var af Önnu Margréti Ólafsdóttur. Á vefnum má finna fjölbreytt verkefni tengd íslensku og stærðfræði sem henta elstu börnum leikskólans og yngstu nemendum grunnskóla. Verkefnin eru til útprentunar. Lestrarlandið – Lestrarkennsluefni fyrir byrjendur | N | V | H | K | H | VE Lestrarlandið nær yfir alla meginþætti lestrarnáms: hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun. Myndefni gegnir lykilhlutverki og styður við tjáningu, samræður og miðlun hugmynda. Í lestrarbókinni er hver opna tileinkuð einum bókstaf með tengdum orðum og mynd. Tveir misþungir textar eru á hverri opnu. Með fylgja 13 sögur þar sem áhersla er á tiltekinn bókstaf og hægt er að hlusta á þær af hljóðbók. Vinnubækurnar eru stigskiptar og á vefnum má vinna með myndir úr bókinni, með eða án texta. Litla-Lesrún, Lesrún og Lesrún 2 – Lesa, Skilja, Læra | V | V Litla-Lesrún, Lesrún og Lesrún 2 eru ætlaðar nemendum í 2.–4. bekk og er áhersla á lestur og lesskilning. Nemendur æfa sig í að nota aðferðir sem auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega, með fjölbreyttum textum. Í kennsluleiðbeiningunum er bent á leiðir til að efla lesskilning og auka forvitni og áhuga nemenda fyrir efninu. Mikið er lagt upp úr vinnu með orðaforða áður en textinn sjálfur er lesinn, hugað að bakgrunnsþekkingu og bent á leiðir til að vinna með efnið í bekkjarkennslu út frá heildstæðri móðurmálskennslu og samþættingu við aðrar námsgreinar. Í leiðbeiningum eru verkefni til útprentunar, m.a. ritunar- og málfræðiverkefni í tengslum við efni nemendabókar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=