Kynningarskrá 2025

87 Lífsleikni | öll skólastig Samfélagsgreinar Ég veit | VE Fræðslu- og samtalsgrunnur fyrir leik- og grunnskóla um ofbeldi, einelti, réttindi og tilfinningar. Mikilvægt er að hafa í huga að miðlun efnisins á að vera í höndum starfsfólks sem þekkir hópinn vel og getur skapað öruggan umræðuvettvang. Það byggir á norskri fyrirmynd og er aðlagað íslenskum aðstæðum og námskrám. Markmiðið er að efla jákvæða sjálfsmynd, heilbrigð samskipti og vitund barna um eigin mörk, réttindi og öryggi. Námsefnið skiptist í sex hluta á hverju aldursstigi: Leikskóli og yngsta stig Að líða vel saman: Um vináttu, skólabrag og lausnir á ágreiningi. Líkami minn tilheyrir mér: Um mörk, ofbeldi og hvernig fá má hjálp. Réttur til að vera örugg: Um öryggi, líkamlegt og andlegt ofbeldi og hvernig fá má hjálp. Hvað er barnavernd?: Kynning á hlutverki barnaverndar og hvernig fá má hjálp þegar barn á erfitt heima. Að segja frá: Um mikilvægi þess að tjá sig og segja frá erfiðum tilfinningum. Tilfinningarnar mínar: Að læra að þekkja og orða eigin tilfinningar. Miðstig Örugg í skólanum: Um vináttu og jákvæð samskipti í skólanum. Örugg heima: Um heimilisofbeldi og hvernig hægt er að fá hjálp. Líkaminn minn: Um kynferðisofbeldi og rétt barna til að setja mörk. Réttur að vera örugg: Um fjölbreytileika, menningu og réttinn til að vera eins og maður er. Hvað er barnavernd?: Kynning á barnavernd og hvernig börn geta leitað aðstoðar. Að segja frá: Um mikilvægi þess að tjá sig og segja frá því sem reynist erfitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=