80 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Viðfangsefni vísindanna | M Í þessum myndaflokki er fjallað um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Myndirnar henta sérstaklega vel sem stuðningur við kennslu flókinna hugtaka. Hver mynd stendur sjálfstæð og býður upp á að útskýra bæði grundvallaratriði og dýpri tengsl innan vísinda. Myndir í flokknum eru: Bylgjur, Efnahvörf, Eiginleiki náttúruauðlinda, Frumeind, Gerð sólar, Hreyfing sameinda, Líffærakerfi mannsins, Líffæri líkamans, Matur og melting, Meiósa, Meltingarfæri mannsins, Miklihvellur, Mítósa og Straumrásir. Aðrar myndir í náttúrufræði | M Hér er að finna fjölbreytt úrval myndefnis sem spannar ýmis svið náttúruvísinda og umhverfisfræðslu. Myndirnar má nota til að styðja við nám í efnafræði, líffræði, jarðfræði og loftslagsmálum, sem og til að örva umræðu og gagnrýna hugsun í tengslum við náttúru og vísindi. Myndirnar eru: Fæðing og dauði stjarna 1, Fæðing og dauði stjarna 2, Hagamús – með lífið í lúkunum, Héðan til eilífðar, Hitastig og loftslag, Home, Húsey, Hænsnfuglar, Hrossagaukur, Jarðskjálftar, Eldstöðvar og fellingafjöll, Kynlíf – Forfallakennarinn, Kýrin, Laxasaga, Lotukerfið, Refurinn, Sauðkindin, Úrkoma og ríkjandi vindar, Úti í mýri, Vísindi í brennidepli 4 – varmi og orkuflutningur og Þar er ei nema eldur og ís.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=