79 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Loftslagsverkefni | VE Verkefnin eru ætluð til útprentunar og fjalla um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á náttúruna, t.d. hafið, dýralíf, gróður og veður. Efnið hentar vel til samþættingar við náttúrugreinar og umhverfismennt. Verkefnið er samstarfsverkefni MMS, Náttúruskólans og Landverndar. Náttúran í nýju ljósi | M Í þessum fræðslumyndaflokki eru fjölbreytt myndskeið um náttúrufyrirbæri og lífverur. Myndirnar má t.d. nýta sem inngang að viðfangsefni, sem hluta af verkefnavinnu eða sem hluta af samþættri nálgun í náttúrufræði. Hver mynd fjallar um afmarkað efni. Myndir í flokknum: Apar, Ár og tjarnir, Beinagrindur, Birnir, Eyðimerkur, Eyjar, Fiðrildi, Fiskar, Fílar, Fjaran, Fjöllin, Flugið, Froskdýr, Frumskógur, Fuglar, Hamfarir, Hákarlar, Heimskautin, Hestar, Hundar, Jarðeldar, Kettir, Lífið, Lífið í fortíðinni, Lífsbaráttan, Maðurinn, Ófreskjur, Pláneturnar, Plönturnar, Risaeðlur, Skordýr, Skriðdýr, Spendýr, Steinaríkið, Tré og Veðrið. Fylgst með þeim vaxa | M Í þessum fræðslumyndaflokki fá nemendur innsýn í lífsferla dýra frá fæðingu til fullorðinsára. Myndirnar sýna hvernig mismunandi dýr þroskast og aðlagast umhverfi sínu. Flokkurinn hentar vel til að auka skilning á fjölbreytileika dýralífs og veitir tækifæri til samræðu og skapandi úrvinnslu í kennslu. Myndir í flokknum: Dýrin á bóndabænum, Dýrin í eyðimörkinni, Dýrin í trjánum, Frumskógardýr, Gæludýr, Sjávardýr, Skordýr, Skóglendisdýr og Villt dýr.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=