78 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Ódýrar og einfaldar tilraunir í eðlisfræði | VE Ódýrar og einfaldar tilraunir í eðlisfræði er hugmyndabanki með tólf tilraunum. Efnið skiptist í þrjá hluta: kennsluleiðbeiningar, verkefnablöð og myndbönd sem sýna framkvæmd tilraunanna. Tilraunirnar eru bæði einfaldar og ódýrar í framkvæmd og styðja við verklega eðlisfræðikennslu. Jarðfræðivefurinn | VE Jarðfræðivefurinn hentar bæði mið- og unglingastigi. Vefurinn skiptist í þrjá hluta: uppbyggingu jarðar, jarðskjálfta og eldgos. Vefurinn er settur fram á sjónrænan hátt með skýringum og verkefnum. Fjaran og hafið | VE | Fjaran og hafið er vefnámsefni með fróðleik og myndum af lífverum sem lifa í fjörum og í hafinu. Á vefnum er að finna gagnvirkt efni fyrir nemendur, m.a. myndbönd, leiki, tengingu við þjóðsögur og fjölbreyttar kennsluhugmyndir. Efnið hentar vel til að styðja við útikennslu og þverfaglega nálgun á náttúrulæsi og menningu. Yrkjuvefurinn | VE Yrkjuvefurinn fjallar um skógrækt og gróðursetningu og nýtist þeim sem vilja fræðast um tré, skóga og gróðursetningu. Á vefnum er m.a. að finna fróðleik um tré og skóga, leiðbeiningar um gróðursetningu og skógrækt, upplýsingar um 29 trjátegundir fyrir trjágreiningu og eyðublöð fyrir skýrslugerð. Vefurinn er samstarfsverkefni MMS, Skógræktar Íslands og Yrkjusjóðs.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=