Kynningarskrá 2025

6 Íslenska Íslenska | leikskóli, yngsta stig Orð eru ævintýri | N | S | N | V | K | VE | HL Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók með yfir 1000 algengum íslenskum orðum þar sem myndir gegna lykilhlutverki. Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og fyrir nemendur á fyrsta hæfnistigi í íslensku sem öðru tungumáli. Bókinni fylgir vefurinn Orðatorg en þar er: • Rafbókarútgáfa af bókinni Orð eru ævintýri. • Hugmyndir að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál. • Tungumálavefur þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. • Gagnvirkir orðaleikir til að æfa notkun tungumálsins. • Mynda- og orðaspjöld sem eru sérstaklega heppileg til talþjálfunar og að festa orðaforða í minni. • Stór myndaspjöld. • Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum. Álfakrílin | N | K Nana og Nói eru forvitnir litlir álfar sem búa í álfasteini rétt hjá skóla. Einn daginn ákveða þau að læðast inn í skólann og fylgjast með mannabörnunum. Þar lenda þau í alls konar ævintýrum og koma heim reynslunni ríkari. Bókin Álfakrílin hefur það að markmiði að auka orðaforða barna. Hún er ætluð börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Sögutextinn er settur upp á tvo vegu. Öðrum megin á opnunni er lengri texti sem hentar vel til upplesturs og fyrir börn sem eru farin að lesa flóknari texta sjálf. Hinum megin er styttri og einfaldari texti fyrir yngri börn og þau sem hafa minna úthald í bókalestur. Fremst eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa bókina á sem árangursríkastan hátt. Aftast eru verkefni til að dýpka þekkingu barna á textanum. NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=