77 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Alls kyns | M Alls kyns er fræðsluefni um kynþroska og kynferðismál. Það samanstendur af tveimur teiknuðum stuttmyndum. Alls kyns um kynþroskann – miðstig Fjallar um líkamlegar og lífeðlisfræðilegar breytingar á kynþroskaskeiði. Getnaður er einnig útskýrður. Alls kyns um kynferðismál – unglingastig Fjallar um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Kynfræðsluvefurinn | VE Kynfræðsluvefurinn fjallar um kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði. Textinn er stuttur og hnitmiðaður og hægt að velja að hlusta á efnið. Eðlis- og stjörnufræði 1 | N | V | K Eðlis- og stjörnufræði 1 er námsefni á vef fyrir unglingastig sem skiptist í fjóra kafla: Heimur eðlisfræðinnar, Kraftar og orka, Hitastig og varmaorka og Kraftar í vökvum og lofti. Í kennsluleiðbeiningunum er bent á myndbönd sem tengjast hverjum kafla. Efnið veitir góðan grunn í lykilhugtökum eðlisfræðinnar og styður við verklega kennslu og umræðu. Efnisheimurinn | N | V | H | K Efnisheimurinn er námsbók í efnafræði fyrir efstu bekki grunnskólans. Fjallað er um helstu flokka efna, frumeindir og sameindir, efnabreytingar og lotukerfið. Í bókinni er fjöldi einfaldra athugana sem hægt er að framkvæma með áhöldum úr heimilishaldi. Markmið bókarinnar er ekki aðeins að uppfylla námskrárkröfur í náttúrufræði heldur einnig að efla skilning nemenda á efnafræðilegum fyrirbærum í daglegu lífi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=