76 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Lesið í skóginn | V Lesið í skóginn er verkefnabanki með um 60 fjölbreyttum verkefnum. Verkefnin eru fyrir ólíka aldurshópa og fléttast saman við greinasvið eins og náttúrufræði, samfélagsfræði, list- og verkgreinar. Lögð er áhersla á að vekja athygli á nytsemi skóga og fegurð og tengja við útinám. Menntun til sjálfbærni | K Handbókin Menntun til sjálfbærni er fræðsluefni ætlað kennurum á öllum skólastigum, með sérstakri áherslu á unglingastig grunnskóla og framhaldsskóla. Hún fjallar um kennslufræði, áskoranir og skilgreiningar menntunar til sjálfbærni, með áherslu á valdeflandi og umbreytandi nálganir. Í bókinni er fjallað um sjálfbæra þróun, loftslagsmál, líffræðilega fjölbreytni og nauðsynlegar aðgerðir mannkyns. Einnig er lögð áhersla á að tengja fræðin við raunverulegt skólastarf og kennarar fá fjölbreyttar hugmyndir og kennsluaðferðir til að efla þátttöku nemenda og stuðla að gagnrýninni umræðu og sjálfbærri hugsun. Um víða veröld – Jörðin | N | N | K | H Fjallað er um þau náttúruöfl sem móta jörðina og hvernig maðurinn hefur leitast við að kortleggja heiminn og skipuleggja umhverfi sitt. Auðlindir jarðar og nýting þeirra í nútíð og framtíð fá góða umfjöllun. verkefnabanki LESIÐ Í SKÓGINN
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=