Kynningarskrá 2025

75 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Náttúra til framtíðar | N | K Náttúra til framtíðar er námsefni fyrir unglingastig og framhaldsskóla um landlæsi, vistheimt og náttúruvernd. Í fyrsta kafla er almenn fræðsla um vistkerfi, lífbreytileika, sjálfbærni, gróðurhúsaáhrif, vistheimt og hvernig hægt er að lesa í landið. Köflum 2–4 er skipt niður í söguverkefni/hlutverkaleiki, hópaverkefni og tilraunir. Co² – Framtíðin í okkar höndum | N | K Þemahefti um loftslagsbreytingar, ætlað ólíkum aldurshópum. Fjallað er um þær breytingar á hitastigi sem hafa átt sér stað á jörðinni á síðustu áratugum og áhrif þeirra á umhverfið. Plöntuvefurinn | VE Plöntuvefurinn er rafrænt námsefni með myndum og fróðleik um rúmlega 100 íslenskar plöntutegundir. Plönturnar eru flokkaðar eftir búsvæðum og boðið er upp á einfalt greiningarkerfi fyrir byrjendur sem miðar að því að glæða áhuga barna á plöntugreiningu. Fuglavefurinn | VE Fuglavefurinn veitir fjölbreyttan fróðleik um 83 tegundir íslenskra fugla. Meðal efnis eru ljósmyndir af fuglunum, eggjum og ungum, hljóðdæmi af fuglasöng og myndræn framsetning á varp- og dvalartíma þeirra á Íslandi. Textar veita ítarlegar upplýsingar um hverja tegund. Á vefnum eru einnig gagnvirk verkefni og leikir fyrir nemendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=