Kynningarskrá 2025

74 Náttúrugreinar | unglingastig Náttúrugreinar Saman gegn matarsóun | V Saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá samfélagslegu, náttúrulegu og fjárhagslegu sjónarhorni. Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli en einnig er hægt að vinna stök verkefni. Nemendur læra um áhrif matarsóunar og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Rafbókin inniheldur bæði verkefni og kennsluleiðbeiningar og er ætluð unglingastigi en hentar einnig miðstigi. Litróf náttúrunnar | N | N | V | K | H | M Litróf náttúrunnar – Líffræði er bókaflokkur í náttúrufræði. Bækurnar fjalla um fjölbreytt efni: Lífheimurinn: Um lífið á jörðinni. Greint er frá algengri skiptingu lífvera í hópa og rætt um einkenni og gerð lífvera í hverjum þeirra. Mannslíkaminn: Frumur, líffæri og líffærakerfi, hlutverk og bygging. Maður og náttúra: Ljóstillífun og bruni, vistkerfi, umhverfisvernd, erfðafræði og þróun lífs. Námsmatsbanki fylgir á vef sem og gagnvirk verkefni þar sem eru m.a. krossaspurningar Litróf náttúrunnar – eðlisfræði 1, 2 og 3 | N | N | K | H Litróf náttúrunnar – Eðlisfræði samanstendur af þremur bókum. Í hverri bók er fjallað ítarlega um ákveðna þætti eðlisfræðinnar: Eðlisfræði 1: Rafmagn, hljóð, varmi og veður, massi og ljós. Eðlisfræði 2: Kraftur og hreyfing, þrýstingur, rafmagn, segulmagn, orka og afl. Eðlisfræði 3: Kjarneðlisfræði, orkuöflun, sólkerfið og alheimurinn. Hver meginkafli hefst á markmiðum og inngangi. Undirkaflar innihalda sjálfspróf og ítarefni. Á vef eru prófabankar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=