73 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | unglingastig Sjálfbærni | N | V | VE Markmið vefsins er að fræða nemendur um sjálfbærni á ólíkum sviðum samfélagsins og hvetja þau til aðgerða í nærumhverfi sínu. Námsefnið skiptist í sjö hluta, 1) menningarleg fjölbreytni og umburðarlyndi, 2) jafnrétti kynja, 3) mannréttindi, 4) friðsamleg menning, 5) loftslagsbreytingar, 6) sjálfbærni í náttúrunni og 7) sjálfbær neysla og framleiðsla. Á vefnum er að finna rafbók, verkefnabanka og gæðavísa, ásamt myndböndum, verkefnum og gæðakönnunum. Kvistir – Myndbútar í samfélags- og náttúrugreinum | M Á vefnum eru stuttar fræðslumyndir sem tengjast náttúru- og samfélagsgreinum. Myndirnar eru fengnar af verðlaunavefnum Twig og fjalla um fjölbreytt efni í eftirfarandi flokkum: Landafræði (10 myndir): m.a. offjölgun mannkyns, kortagerð, byggðamynstur, þróunarlönd, iðnríki og hnattvæðing. Jarðfræði (20 myndir): m.a. hringrás bergtegunda, jarðskjálftar, eldgos, gróðurhúsaáhrif og orkugjafar. Eðlisfræði (16 myndir): m.a. ljós, hljóð, orka, kraftar, varmi, rafmagn og rafrásir. Líffræði (31 mynd): mannslíkaminn, m.a. erfðir, frumur, fæða, heilbrigði og kynþroski. Vegna höfundarréttar er vefurinn lokaður almenningi en kennarar fá lykilorð að efni sem skólarnir hafa aðgang að.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=