72 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | miðstig Auðvitað 1, 2 og 3 | N | N | K | H Auðvitað er þriggja binda námsefni í eðlis-, jarð- og efnafræði fyrir miðstig. Auðvitað 1 – Á ferð og flugi: Saga vísinda, ljós, speglar og linsur, kraftar, vélar, mælingar og hljóð. Auðvitað 2 – Jörð í alheimi: Sólkerfið, jörðin og saga hennar, myndun Íslands, landmótun, hafið, veður og loftslag. Auðvitað 3 – Heimili: Efnafræði daglegs lífs, varmi, hamskipti, leysni og orka. Alls kyns | M Alls kyns er fræðsluefni um kynþroska og kynferðismál. Það samanstendur af tveimur teiknuðum stuttmyndum. Alls kyns um kynþroskann – miðstig Fjallar um líkamlegar og lífeðlisfræðilegar breytingar á kynþroskaskeiði. Getnaður er einnig útskýrður. Alls kyns um kynferðismál – unglingastig Fjallar um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=