71 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | miðstig Frá toppi til táar – Spil | S Frá toppi til táar er námsspil í líffræði mannsins ætlað nemendum á miðstigi grunnskóla en hentar einnig eldri nemendum. Nemendur reyna að komast frá byrjun til enda með því að svara spurningum, leysa þrautir og taka áhættur sem reyna á þekkingu þeirra á mannslíkamanum. Heil og sæl | N | N | K Þemahefti um heilbrigða lífshætti, sérstaklega ætlað unglingum. Markmiðið er að hvetja nemendur til að taka meðvitaðar ákvarðanir um eigin líðan og lífsstíl og átta sig á því hvernig þær hafa áhrif á framtíðina. Þemahefti í náttúrufræði | N | N Efnið má nota eitt og sér, sem ítarefni með öðru námsefni eða sem kveikju að vettvangsferðum. Blikur á lofti Fjallar um veður og veðurtengd hugtök. Hentar vel sem inngangur að umræðu um náttúruöfl og daglegt veðurfar. Geitungar á Íslandi Fjallar um geitunga, líffræði þeirra og hlutverk í vistkerfi. Hornsíli Kynnir útlit, útbreiðslu, þróun, atferli og lifnaðarhætti hornsíla á einfaldan hátt. Þjóðarblómið holtasóley Fjallar um holtasóley frá ýmsum sjónarhornum og tengir saman náttúrufræði og menningararf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=