Kynningarskrá 2025

70 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | miðstig Lesið í skóginn | V Lesið í skóginn er verkefnabanki með um 60 fjölbreyttum verkefnum. Verkefnin eru fyrir ólíka aldurshópa og fléttast saman við greinasvið eins og náttúrufræði, samfélagsfræði, list- og verkgreinar. Lögð er áhersla á að vekja athygli á nytsemi skóga og fegurð og tengja við útinám. Lífríkið í sjó | N | K | H Lífríkið í sjó fjallar um samband lífvera og umhverfis í hafinu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hvernig ólíkar lífverur lifa í mismunandi umhverfisaðstæðum og hvernig vistkerfið í sjónum er uppbyggt. Líf á landi | N | N | K | H Líf á landi fjallar um íslenskt landslag og lífríki þess, þar á meðal skóga, hraun, móa, mela, votlendi, valllendi, fjöll og manngert umhverfi. Dagur íslenskrar náttúru – Safnvefur | VE Vefurinn býður upp á fróðleik og verkefni tengd náttúru Íslands, t.d. fjörum, aldri landsins, landslagi og friðlýstum svæðum. Efnið hentar vel í tilefni dags íslenskrar náttúru, 16. september, en nýtist einnig í daglegu skólastarfi. Vefurinn er samstarfsverkefni MMS og Landverndar. Maðurinn, hugur og heilsa | N | V | N | V | K | H Um er að ræða grunnefni um mannslíkamann ætlað miðstigi. Það veitir nemendum grunnskilning á líkamsstarfsemi og tengslum hugans og heilsu. verkefnabanki LESIÐ Í SKÓGINN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=