69 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | miðstig Náttúran okkar | N | K | V Náttúran okkar er námsefni um náttúruvernd og umhverfismál. Fjallað er um hugtök eins og vistkerfi, gróðurhúsaáhrif, lífbreytileika og vistheimt, auk valdeflingar og þátttöku nemenda í lausn umhverfisvandamála. Nemendur læra hvernig hægt er að hjálpa náttúrunni að lækna sig sjálfa með því að vinna með henni. Grænu skrefin | N | K Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt. Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þau í að greina eigin aðstæður. Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum jarðarinnar, taki eitt skref í einu. Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest. Hreint haf | N | K | H | V Hreint haf er námsefni um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið. Bókin fjallar um mikilvægi hafsins í vistkerfinu, helstu ógnir við það og leiðir sem nemendur og samfélagið geta farið til að stuðla að sjálfbærni. Hafið er rauður þráður í kennslu um neyslu, ábyrgð og umhverfisvitund. Efnið er ætlað nemendum á mið- og unglingastigi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=