Kynningarskrá 2025

66 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | yngsta stig Íslensku húsdýrin og Íslensk landspendýr | VE Á vefjunum Íslensk húsdýr og Íslensk landspendýr er að finna fjölbreytt námsefni um dýrin sem lifa með okkur og í kringum okkur. Efnið býður upp á samþættingu við lestur, ritun og skapandi vinnu. Íslensk húsdýr Vefurinn veitir fróðleik um útlit, hljóð, fæðu og líffæri íslenskra húsdýra. Einnig er fjallað um heiti kvendýra, karldýra og afkvæma, auk þjóðlegra hefða, orðatiltækja, vísna og sagna. Íslensk landspendýr Fjallað er um ref, mink, kanínu, húsamús, hagamús, hreindýr, brúnrottu og svartrottu. Efnið er sett fram á svipaðan hátt og í húsdýraefninu, með áherslu á lýsingu, lífshætti, málshætti, ljóð og sögur. Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld | K Námsefnið miðar að því að efla skilning nemenda á líffræðilegri fjölbreytni. Unnið er með viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt verkefni eða hluti af stærri heild. Lögð er áhersla á útiveru, hreyfingu, samvinnu, verkefnamiðað nám og nýtingu snjalltækja. Efnið er samstarfsverkefni MMS og Landverndar undir merkjum Skóla á grænni grein. Komdu og skoðaðu … | N | N | K Kennsluefnið Komdu og skoðaðu … samanstendur af 15 myndrænum og fræðandi nemendabókum. Hver bók fjallar um ákveðið viðfangsefni og veitir nemendum innsýn í náttúru, samfélag, tækni og sögu. Fjórar rafbækur eru með lesnum texta, myndböndum, orðskýringum og viðbótarefni en þær eru Komdu og skoðaðu … umhverfið, hafið, eldhúsið og eldgos.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=