64 Náttúrugreinar Náttúrugreinar | yngsta stig Halló heimur 1, 2 og 3 – Náttúru- og samfélagsgreinar | N | V | N | V | K Í þessu fjölbreytta námsefni fyrir yngsta stig grunnskólans kynnast nemendur heimi náttúru- og samfélagsgreina með aðstoð níu barna sem stofna Grúskfélagið. Nemendabókunum er skipt í tvo hluta: náttúrugreinar og samfélagsgreinar og inniheldur hver bók níu kafla. Verkefnin eru fjölbreytt og ýmist tengd lestri, ritun, hugtakavinnu, leikjum, tilraunum eða athugunum. Kennsluleiðbeiningar eru ítarlegar með sögum, skapandi verkefnum og leiðum til samþættingar við aðrar námsgreinar. Halló heimur 1 – Grúskarar hefja störf! Árstíðir – Ljós og skuggar – Mannslíkaminn – Húsdýr og gæludýr – Umferðin – Umhverfið okkar – Trú – Sjálfsmyndin – Fjölskyldan Halló heimur 2 – Áfram með grúskið! Vatn – Loft og hljóð – Líkami og sál – Fuglar og villt spendýr – Verum örugg – Landnám Íslands – Trú landnámsfólks – Hver er ég? – Einu sinni var Halló heimur 3 – Grúskarar á fleygiferð! Himingeimurinn – Kraftur og hreyfing – Heilbrigð sál í hraustum líkama – Í blóma lífsins – Örugg í umhverfinu – Eldfjallaeyjan Ísland – Trúarbrögð – Ég er nóg – Ísland er land þitt Í kennsluleiðbeiningunum eru hugmyndir að skapandi verkefnum, leiðum til að samþætta aðrar námsgreinar við efnið og ýmis fylgiskjöl og jafnframt saga af krökkunum í Grúskfélaginu, ein saga fyrir hvern kafla. Sagan er kveikja að nýjum kafla og er söguþráður hennar hugsaður sem spírall í gegnum allt námsefnið. VÆNTANLEGT! Halló heimur 4 – Grúskarar gefast aldrei upp Myndun og mótun landsins – Rafmagn og seglar – Alls kyns þroski – Undir yfirborðinu – Fjármál og netöryggi – Heimsálfur – Forn trúarbrögð – Alls konar samskipti – Saga mannkyns
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=