Kynningarskrá 2025

61 List- og verkgreinar Textílmennt | öll skólastig Handbók í textíl | K | SNIÐARKIR | K | V Handbók í textíl er ætluð kennurum og nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Í henni má finna einfaldar og lýsandi skýringarmyndir sem sýna helstu aðferðir í textílmennt, m.a. í prjóni, hekli, fatasaumi og útsaumi. Með bókinni fylgja tvær sniðarkir með sniðum af flíkum og nytjahlutum. Auk þess fylgja viðbótarverkefni og eyðublöð fyrir námsmat á vef. Þar má finna grunna að skapandi vinnu, skriflegar vinnulýsingar, fjölbreytt verkefni í prjóni, hekli, bútasaumi, vélsaumi og árstíðabundnu föndri, ásamt ljósritunarefni og matsblöðum. Að vefa utan vefstóls | V Verkefnahefti sem kynnir vefnað sem eina af grunnaðferðum textílgreinarinnar – án þess að nota hefðbundinn vefstól. Unnið er með fjölbreyttar vefuppistöður og endurnýtingu að leiðarljósi. Markmiðið er að nemendur læri grunnatriði vefnaðar á skapandi og einfaldan hátt. Heftið hentar vel á miðstigi en verkefnin má aðlaga að öðrum aldurshópum. Á prjónunum | N | K Í bókinni eru helstu prjónaaðferðir kenndar stig af stigi. Hún hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa meiri reynslu. Áhersla er lögð á einfaldar grunnuppskriftir sem hægt er að vinna úr á fjölbreyttan hátt. Þannig fá ímyndunarafl og sköpunargleði að njóta sín um leið og nemendur þjálfast í réttum og markvissum vinnubrögðum. Sniðarkirnar má ekki afrita Menntamálastofnun 2022 © 2022 Höfundar ásamt útgáfufyrirtækjunum Otava og Schildts Förlags Ab, Helsingfors Pirjo Karhu Maija Malmström Tuula Mannila Maj Åberg-Hildén Handbók í textíl SNIÐARKIR 5663

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=