Kynningarskrá 2025

57 List- og verkgreinar Tónmennt Landafræði tónlistarinnar | VE Nemendur kynnast tónlist og menningu frá sex löndum: Kína, Krít, Spáni, Túnis, Indlandi og Tyrklandi. Lögð er áhersla á tónlistina sjálfa og það menningarlega samhengi sem hún sprettur úr. Efnið nýtist bæði í tónmennt og samfélagsgreinum. Á vefnum eru fjölbreytt verkefni, kort, ljósmyndir, myndskeið og tónlist og er textinn að mestu lesinn upp. Söngvasafn | N Hér má finna rúmlega 200 sönglög, útsett fyrir píanóundirleik og með bókstafshljómum til að auðvelda gítarundirleik. Í eftirmála eru m.a. skýringar hljómatákna og aftast í bókinni fróðlegar athugasemdir við ýmis lög, uppruna þeirra og útsetningar. Söngvasafn 1 og 2 | N Tvö söngvasöfn ætluð yngsta stigi grunnskóla sem nýtast einnig eldri börnum. Í bókunum eru lög með nótnasettum laglínum, bókstafshljómum og textum. Syngjandi skóli | N | N | H Inniheldur 44 sígild lög og kvæði úr þjóðararfinum, allt frá Aravísum til Öxar við ána. Lögin eru nótnasett og kvæðin prentuð. Hverju lagi fylgir hljóðútgáfa sem nýtist sem undirleikur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=