Kynningarskrá 2025

56 List- og verkgreinar Tónmennt Dægurspor | N | N | V | K | HL | Dægurspor er systurbók Hljóðspora og fjallar um þróun dægurlaga og skemmtitónlistar á 20. öld. Lögð er áhersla á tónlistarstíla á borð við vals, tangó, revíur og sjómannalög en einnig er dregin upp mynd af tíðaranda, tísku og samfélagi þess tíma. Líkt og í Hljóðsporum er hér fléttuð saman menningarsaga og samfélagsfræði með tónlist sem leiðarljós. Efnið hentar nemendum á unglingastigi. Stafspil | N | HL | Stafspil er handbók í tónmennt sem byggir á hugmyndafræði Carls Orff. Lögð er áhersla á að ganga út frá barninu sjálfu og sköpunargleði þess. Með því að vinna út frá kunnuglegum lögum og vísum fá nemendur tækifæri til að þróa tónlistarlega færni sína á skapandi hátt. Í bókinni eru 13 útsetningar fyrir stafspil og skýrar leiðbeiningar um hvernig vinna má með þær í kennslu. Hljóðleikhúsið | K | | K | Í Hljóðleikhúsinu þjálfast nemendur í að kanna og greina hljóðheiminn, velja og móta eigin leikhljóð og skapa þannig áhrif í sögum. Nemendur stjórna þróun sögunnar með eigin hljóðum og styrkja þannig sköpunargleði og tilfinningagreind. Fjölbreytt kennsluverkefni fylgja sögunum. Rafbókarútgáfan er endurbætt útgáfa með viðbótarverkefnum. VÆNTANLEGT! Í vinnslu er hugmyndabanki með fjölbreyttum tónmenntaverkefnum sem verða á vef. 1 Dægurspor Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög. Dægurspor binda sig ekki við tónlist heldur skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, fallega tímabilið, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans, jarðveg þann sem tangóinn spratt úr en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Litlu fluguna, Ingibjörgu Þorbergs, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn. Dægurspor er systurbók Hljóðspora sem kom út árið 2007. Sú bók fjallaði um blús og rokk, rætur og afsprengi þeirra fyrirbæra. Dægursporum fylgir öflugt kennaraefni á vef Menntamálastofnunar. Einnig hlustunarefni og verkefni á vef. Þetta námsefni er einkum ætlað mið- og unglingastigi. 7120 Pétur Hafþór Jónsson ægurspor D ♪ ♪ ♫ Dægurspor Pétur Hafþór Jónsson VERKEFNI Dægurspor Í þessari bók eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Komið er við í Vínarborg þar sem valsinn dunaði snemma á 19. öld og fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Þá er fjallað um polka, óperettur, lúðrasveitir, ragtime, djass, tangó, revíur, söngflokka, stríðsáratónlist og íslensk sjómanna- og síldarlög. Dægurspor binda sig ekki við tónlist heldur skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, fallega tímabilið, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans, jarðveg þann sem tangóinn spratt úr en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Litlu fluguna, Ingibjörgu Þorbergs, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn. Dægurspor er systurbók Hljóðspora sem kom út árið 2007. Sú bók fjallaði um blús og rokk, rætur og afsprengi þeirra fyrirbæra. Dægursporum fylgir öflugt kennaraefni á vef Menntamálastofnunar. Einnig hlustunarefni og verkefni á vef. Þetta námsefni er einkum ætlað mið- og unglingastigi. 7120 Pétur Hafþór Jónsson ægurspor D ♪ ♪ ♫ Dægurspor Pétur Hafþór Jónsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=