55 List- og verkgreinar Tónmennt Tónlist og ... | N | V | K | N | K | HL Hver bók dregur fram tengsl tónlistar við ólík viðfangsefni með áherslu á hlustun, sköpun, hreyfingu og virka þátttöku nemenda. Tónlist og umhverfi Tengsl tónlistar og umhverfis eru könnuð með fjölbreyttum aðferðum. Unnið er með söng, leik, hreyfingu og hlustun til að vekja athygli nemenda á hljóðheimi daglegs lífs. Efnið er einkum ætlað nemendum í 1.–2. bekk. Tónlist og líkaminn Líkaminn sem hljóðfæri! Nemendur búa til tónlist með klappi, stappi og rödd, læra um skynfæri og tengsl þeirra við tónlist. Sérstaklega ætlað nemendum í 1.–2. bekk. Tónlist og tíminn Fjallað er um tímaskyn og tengsl tónlistar og náttúru. Nemendur vinna með lög frá mismunandi heimshlutum með áherslu á hlustun og endurtekningu. Efnið er einkum ætlað nemendum í 3.–4. bekk. Tónlist og Afríka Nemendur kynnast tónlist frá Afríku með því að hlusta, syngja og dansa. Fjallað er um afrísk hljóðfæri og hvernig má búa til eigin útgáfur af þeim. Hentar einkum í 3.–4. bekk en hlutar efnisins nýtast einnig yngri og eldri nemendum. Hljóðspor | N | K | N | V | HL | Hljóðspor er námsefni í tónmennt þar sem saga dægurtónlistar er rakin frá uppruna sínum í afrískum menningarheimi, um Bandaríkin og Evrópu og alla leið til Íslands. Fjallað er um hvernig dægurtónlist mótaðist af tískusveiflum, fjölmiðlum og sölumenningu og hvernig hún þróaðist með tilkomu nýrrar tækni og útgáfuforma. Efnið er ætlað eldri nemendum. TÓNLIST og umhverfi KENNARABÓK og umhverfi TÓNLIST TÓNLIST og umhverfi Pétur Hafþór Jónsson og Þórdís Sævarsdóttir Teikningar Pétur Atli Antonsson Tónlistin er hluti af öllu sem er. Hún er í hjarta okkar, hugsunum og tilfinningum. Tónlistin er í umhverfinu, náttúrunni og jafnvel geimnum. Hún leikur stórt hlutverk í lífi okkar á hverjum degi. Þetta námsefni fjallar um tónlist og umhverfi. Um það hvernig tónlistin kemur til okkar úr ýmsum áttum og hvernig við getum búið hana til á svo margan hátt. Námsefnið Tónlist og umhverfi er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Það samanstendur af nemendabók, kennarabók og hlustunarefni. 7187 KENNARABÓK TÓNLIST og líkaminn og líkaminn Líkami þinn er hljóðfæri. Með honum getur þú búið til allskonar hljóð. Þú getur sungið, klappað, stappað og gert margt fleira sem gaman er að heyra. Þú notar líka líkamann til að hlusta á hljóð og tóna. Í þessu námsefni er líkaminn notaður til að læra um tónlist, skynja hana og skapa. Námsefnið Tónlist og líkaminn er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Það samanstendur af nemendabók, kennarabók og hlustunarefni. Ólafur Schram og Skúli Gestsson Teikningar Íris Auður Jónsdóttir 7402 TÓNLIST og líkaminn TÓNLIST
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=