53 List- og verkgreinar Sjónlistir Leirmótun | K | V | K | V Leirmótun – keramik fyrir alla og Leirmótun – verkefni fyrir alla mynda heildstætt námsefni fyrir grunnskóla þar sem áhersla er lögð á að kenna undirstöðuþætti leirmótunar. Í handbókinni eru grunnaðferðir útskýrðar á skýran hátt og markmiðið er að styðja kennara og nemendur við að ná tökum á vinnubrögðum og efla skapandi hugsun. Myndbönd sem sýna mismunandi tækni í framkvæmd fylgja handbókinni. Verkefnabókin inniheldur fjölbreytt verkefni sem má aðlaga að ólíkum aldursstigum og getu nemenda. Þeim fylgja kveikjur, tillögur að umræðum og samþættingu við aðrar greinar. Efnið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum – og veitir innblástur til eigin sköpunar. Kveikjur fyrir skapandi skólastarf | K Kveikjur fyrir skapandi skólastarf er bók með fjölbreyttum hugmyndum til að örva sjálfstæða hugsun, sköpun og faglega umræðu. Efnið skiptist í línur, form, liti og áferð og hentar nemendum á öllum skólastigum. Hverja kveikju má tengja við rannsókn, dýpkun, úrvinnslu og skapandi vinnu eftir getu og áhugasviði. Sjálfsagðir hlutir | V Sjálfsagðir hlutir fjallar um daglega hluti í umhverfinu sem oft gleymist að skoða með gagnrýnum augum – allt frá bréfaklemmum til tannstöngla. Við hverja opnu fylgja tillögur að verkefnum og umræðum. Markmiðið er að vekja áhuga á hönnun í nærumhverfi okkar. SKÓLASTIG: YNGSTA STIG, MIÐSTIG, UNGLINGASTIG Leirmótun-verkefni fyrir alla Efnisyfirlit Til lesenda Fjall Sushi Askur Flísar Skál og mynsturgerð Bolli Hús Skjaldbökur, slöngur og snákar Boxið hennar Pandoru Kryddjurtapottar Skór Diskur – í pappa og leir Köngulær Spíralaskál Diskur – með skreytingu Myndbandagerð Tölur og hnappar Leirmótun – keramik fyrir alla – 8730 Menntamálastofnun 2016 – Til lesenda – CC BY NC Kristín Ísleifsdóttir Leirmótun – keramik fyrir alla Leirmótun – keramik fyrir alla – er handbók um undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar. Kennarar og nemendur geta nýtt sér efni bókarinnar á meðan þeir eru að ná tökum á vinnubrögðum og tækni. Bókinni er jafnframt ætlað að gefa nemendum tækifæri til sjálfstæðrar vinnu sem á að hvetja þá til eigin sköpunar. Leirmótun getur bæði verið handverk og listaverk og þannig hefur það verið í gegnum aldirnar. Að tjá sig myndrænt í handverki er manninum eðlislægt og ýmiss konar framfarir á sviði tækni og vísinda eru byggðar á þekkingu og færni í verkmenningu. Höfundur bókarinnar er Kristín Ísleifsdóttir kennari og leirlistakona. Á vef Námsgagnastofnunar er bókin sett upp sem rafbók, þar sem meðal annars er hægt að horfa á stutt myndbönd sem sýna mismunandi aðferðir við leirmótun. Leirmótun – keramik fyrir alla LEIRMÓTUN – KERAMIK FYRIR ALLA 07383
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=