Kynningarskrá 2025

51 List- og verkgreinar Leiklist Leikur, tjáning, sköpun – Handbók fyrir leiklistarkennslu | K Handbókin fjallar um leiklist sem kennsluaðferð. Markmiðið með efninu er að veita öllum aðgengilegt efni sem styður við sköpun og tjáningu í gegnum leiklist. Hljóðleikhúsið | N Í Hljóðleikhúsinu þjálfast nemendur í að kanna og greina hljóðheiminn, velja og móta eigin leikhljóð og skapa þannig áhrif í sögum. Nemendur stjórna þróun sögunnar með eigin hljóðum og styrkja þannig sköpunargleði og tilfinningagreind. Leikritasmiðjan | VE Á vefnum Leikritasmiðjan er að finna leikrit fyrir öll skólastig. Leikritin henta til samlestrar og sviðsetningar í skólastarfi. Leikritin eru t.d. Friðþjófur á geimflakki (yngsta stig), Tölvuvírusinn (miðstig) og Ævintýri Sædísar skjaldböku (miðstig). VÆNTANLEGT! Í vinnslu er nýr hugmyndabanki í leiklist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=