Kynningarskrá 2025

Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið Með endurskoðaðri greinanámskrá aðalnámskrár grunnskóla hafa orðið nokkrar breytingar á staðsetningu hæfniviðmiða milli námsgreina: • Heimildavinna og heimildaskráning hefur færst frá íslensku yfir í upplýsingatækni og tæknimennt (UT). • Samskipti og kurteisi sem áður tilheyrði íslensku hefur færst í lífsleikni. • Gildi íslenskunáms var fært í inngangskafla. • Hæfniviðmið á sviði jarðfræði og veðurfræði voru flutt úr samfélagsgreinum yfir í náttúrugreinar (Alheimurinn og umhverfið). • Hæfniviðmið í samfélagsgreinum sem eru töluvert breytt eða geta talist viðbót eru: Skoðanamyndun, lýðræðislegt samstarf, þarfir, hugarfar, virðing, staðalmyndir, umferðarreglur, áhrif sögu á samtímann, samneysla, samfélög, neyslusamfélagið og ábyrgð á náttúruvernd. • Reiknihugsun og forritun er komið inn á öllum aldursstigum í stærðfræði. • Ný hæfniviðmið í UT leggja aukna áherslu á efni tengt gervigreind og gagnabanka við gagnaöflun, heilsu og vellíðan í tengslum við tækninotkun, stafræna borgaravitund og netöryggi, forritun og lausnaleit. Þessar breytingar hafa áhrif á innihald og notkun námsefnis. Kynntu þér nýjan og glæsilegan vef fyrir aðalnámskrá. Notendavænni framsetningu er ætlað að auðvelda aðgengi skólafólks að aðalnámskrá og greiða fyrir innleiðingu hæfniviðmiða. Að auki inniheldur vefurinn mikið magn stuðningsefnis fyrir kennara. adalnamskra.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=