Kynningarskrá 2025

46 Erlend tungumál Enska | unglingastig Spotlight 8, 9 og 10 | N | V | K | N | V | K | H | HL Nemendabækurnar byggjast á þemabundnum köflum með einum grunntexta og valtextum, svokölluðum Cool reads. Í verkefnabókunum eru fjölbreytt verkefni, þar á meðal stjörnumerkt verkefni sem krefjast meiri færni, auk málfræðiæfinga aftast. Í kennsluleiðbeiningum er að finna prentanlegar æfingasíður og handrit að hlustunaræfingum. Stories | N | H Stories eru frumsamdir lestrartextar fyrir unglingastig sem höfða til áhugasviðs nemenda. Textarnir eru þemaskiptir og hvetja til umræðna og tengingar við aðrar námsgreinar. Read Write Right | VE Read Write Right er vefur með gagnvirkum æfingum sem byggjast á stuttum frumsömdum textum. Æfingarnar efla lesskilning og ritfærni og tengjast fjölbreyttum viðfangsefnum. Textarnir fjalla um ýmis efni, til að mynda jólin í ólíkum löndum, glæpi, óvenjulegan pakka, þreyttan hund og auðveldar leiðir til sparnaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=