Kynningarskrá 2025

40 Erlend tungumál Danska | unglingastig Tak | N | V | N | V | K | H | HL | S TAK er námsefni fyrir unglingastig. Textar eru fjölbreyttir að lengd og þyngd og verkefnin miða að því að koma til móts við mismunandi þarfir og áhuga nemenda. Sérstök áhersla er lögð á orðaforða og talþjálfun. Efnið byggir á fjölbreyttum vinnuaðferðum og notkun á munnlegu máli og myndrænu efni. Tempo | VE Tempo er vefnámsefni í dönsku fyrir 6.–10. bekk með áherslu á lesskilning, ritun, samskipti og menningarlæsi. Efnið er stigskipt í þyngdarstig og býður upp á aðlögun að ólíkum þörfum nemenda. Verkefnin nýtast vel með snjalltækjum. Lige i lommen | VE | M Lige i lommen er vefur fyrir unglingastig sem eykur hlustunar- og tjáningarhæfni í dönsku. Hann samanstendur m.a. af myndböndum og fjölbreyttum verkefnum þar sem tölvur og snjallsímar nýtast við lausn verkefna. Smil | N | V | N | V | K | H | HL | S Smil er námsefni í dönsku fyrir unglingastig. Textar og verkefni eru fjölbreytt að gerð, lengd og þyngd. Lögð er áhersla á að nemendur geti þjálfast í að skilja orð í samhengi og vinna á mismunandi hátt, bæði einstaklingslega og í samvinnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=