35 Íslenska Íslenskt táknmál | yngsta stig og miðstig Tákn með tali | N | N | VE Tákn með tali (TMT) er tjáskiptaaðferð ætluð heyrandi einstaklingum með verulegar mál- og talörðugleika. Hún byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Orðabókin Tákn með tali skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um uppbyggingu og tilgang TMT, ásamt ábendingum um innlögn og þjálfun. Í seinni hlutanum er að finna 790 táknmyndir sem flokkaðar eru í nítján efnisflokka og heimilt er að ljósrita. TMT-forritið á vef er hagnýtt tæki fyrir fagfólk og aðra sem nota boðskiptakerfið TMT. Þar má finna yfir 1000 táknmyndir og orðasafn sem spannar rúmlega 3000 orð. Hægt er að hlaða niður skrá sem inniheldur sömu grunnaðferð og orðabókin og nýtist við þjálfun og stuðning í tjáskiptum. Upp með hendur | V | V | K Verkefnabók í táknmáli fyrir börn sem vilja læra íslenskt táknmál. Markmiðið með bókinni er að auka samskipti milli heyrandi og heyrnalausra barna. Bókin inniheldur fjölbreytt verkefni til að lita, líma og leysa ýmsar þrautir. Á vefnum sem fylgir er að finna talnatákn til ljósritunar og kennsluleiðbeiningar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=