Kynningarskrá 2025

32 Íslenska sem annað tungumál Íslenska Í stuttu máli | N | V Í stuttu máli eru stuttar sögur og verkefni fyrir nemendur sem læra íslensku sem annað tungumál á 2. hæfnistigi. Þær henta nemendum á miðstigi og unglingastig og stigþyngjast eftir því sem líður á. Sögunum er ætlað að þjálfa lesskilning og auka orðaforða nemenda. Auk þess má nýta þær sem grunn að samtalsverkefnum, hlutverkaleikjum, myndbandsgerð og ritunarverkefnum. Íslenska staf fyrir staf a og b | V | V | K Íslenska staf fyrir staf A og Íslenska staf fyrir staf B er námsefni ætlað nemendum frá 10 ára aldri sem eru að hefja lestrarnám með latnesku letri. Efnið byggir á hæfniviðmiðum forstigs í íslensku sem öðru tungumáli og hentar sérstaklega þeim sem hafa annað móðurmál en íslensku og búa yfir litlum eða engum grunnorðaforða. Í hverjum kafla er stafainnlögn þar sem hljóð stafanna er kennt, orðleysur þar sem hljóðin eru þjálfuð og orðaforði byggður á orðum úr þeim stöfum sem búið er að leggja inn og þjálfa. Orðasjóður – Efni til málörvunar | S | VE Orðasjóður (Adventure Island of English Words) inniheldur 311 myndaspjöld og yfir hundrað verkefnablöð tengd 28 þemum, t.d. dýr, matur, líkamsheiti, íþróttir og fjölskylda. Efnið er á útleið, dreift á meðan birgðir endast. NÝTT! NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=