31 Íslenska Íslenska sem annað tungumál Einmitt! Lærum íslensku 1a og 1b | N | V | N | V | K | HL Grunnnámsefni í íslensku sem öðru máli, ætlað nemendum á unglingastigi en getur einnig nýst á miðstigi. Þjálfar öll hæfnisvið tungumálanáms: hlustun, tal, ritun og lestur. Unnið eftir hæfniviðmiðum aðalnámskrár og fylgja lesbók, verkefnabók, hljóðefni og fjölbreytt efni á vef – þar á meðal kennsluleiðbeiningar og kannanir. Önnur bók fyrir 1. hæfnistig (1B) og efni fyrir 2. og 3. hæfnistig eru í vinnslu. Fyrstu þrír kaflarnir í Einmitt 1b eru komnir á vef í tilraunaútgáfu. Orð eru ævintýri | N | S | N | V | K | VE | HL Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók með yfir 1000 algengum íslenskum orðum þar sem myndir gegna lykilhlutverki. Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál. Bókinni fylgir vefurinn Orðatorg en þar er: • Rafbókarútgáfa af bókinni Orð eru ævintýri. • Hugmyndir að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál. • Tungumálavefur þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. • Gagnvirkir orðaleikir til að æfa notkun tungumálsins. • Mynda- og orðaspjöld sem eru sérstaklega heppileg til talþjálfunar og að festa orðaforða í minni. • Stór myndaspjöld. • Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum sem og með stóru myndaspjöldunum. NÝTT! Orð eru ævintýri er litrík og skemmtileg myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja. Bókin hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli. Aftast eru stuttar leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta bókina. Bókin hefur verið þýdd á nokkur tungumál og er á rafrænu formi á vef ásamt hugmyndabanka. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Bókin var unnin í samvinnu Menntamálastofnunar og Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg. 5136 © MMS 2024 | 7231 | hús © MMS 2024 | 7231 |
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=