Kynningarskrá 2025

29 Íslenska Íslenska | unglingastig Dagur íslenskrar tungu – Verkefnasafn | V Safn fjölbreyttra verkefna sem samin voru í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Verkefnin eru til útprentunar og henta vel í kennslu á öllum stigum grunnskóla til að vekja athygli á mikilvægi íslenskrar tungu og efla málvitund og sköpun nemenda. Bragfræði | N | N | K Í Bragfræðinni er farið yfir helstu reglur bundins máls. Hver kafli fjallar um ákveðinn þátt bragfræðinnar á skýran og aðgengilegan hátt. Limruheftið | N | K Í Limruheftinu eru leiðbeiningar um hvernig búa má til limru. Efnið hentar einkum nemendum á unglingastigi en nýtist einnig yngri og eldri nemendum sem hafa áhuga á skáldskap og vísnagerð. Málið í mark – fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð | VE Málið í mark er gagnvirkt námsefni í íslenskri málfræði fyrir unglingastig. Æfingunum er skipt í þrjá flokka: Fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð. Fræðslumyndir – Orðbragð | M Sex fræðslu- og skemmtiþættir sem fjalla á lifandi og aðgengilegan hátt um íslenska tungumálið og málefni tengd máli og málnotkun. Þeir henta vel til að vekja áhuga nemenda á íslenskunni og eru góð viðbót við kennslu í íslensku á unglingastigi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=