Kynningarskrá 2025

27 Íslenska Íslenska | unglingastig Smásagnasmáræði | N | N | K | H Átta smásögur eftir íslenska höfunda þar sem unglingurinn er í brennidepli. Fjallað er um ýmis áleit efni sem hvetja til ígrundunar og umræðu og krefjast afstöðu frá lesandanum. Sögurnar eru fjölbreyttar að formi og inntaki og henta vel til samlesturs og verkefnavinnu. Íslendingasögur | N | N | H | K Gísla saga, Laxdæla saga og Kjalnesinga saga eru hér endursagðar á aðgengilegu máli. Einnig eru teknir með nokkrir Íslendingaþættir – stuttar og áhugaverðar frásagnir frá miðöldum. Í bókunum eru orðskýringar, verkefni og umræðuefni sem styðja við lesskilning og umræðu. Gagnvirkar æfingar í stafsetningu | VE Gagnvirkar stafsetningaræfingar á vef sem miðast fyrst og fremst við mið- og unglingastig. Efnið byggir annars vegar á klassískum æfingum úr eldri stafsetningarbókum og hins vegar á íslenskum þjóðsögum, kvæðum og ævintýrum. Verkefnin veita góða þjálfun í stafsetningu á fjölbreyttu og merkingarbæru efni. Gjallarhornið | N | N | K Gjallarhornið er þemahefti í íslensku þar sem nemendur setja sig í spor fjölmiðlafólks og fá tækifæri til að búa til eigin fjölmiðil. Unnið er út frá ólíkum færnisviðum og hver nemandi velur verkefni eftir eigin áhuga. Öll eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kennsluleiðbeiningar eru á vef. Gísla saga Laxdæla saga Kjalnesinga saga Kjalnesinga saga Kjalnesinga saga 5256 Kjalnesinga saga fjallar um landnám á Reykjavíkursvæðinu. Þar segir annars vegar frá heiðnu norrænu fólki og hins vegar írsku fólki sem er kristið. Í upphafi rísa þar bæði hof og kirkja, átök verða um skeið en þau mál leysast í sögulok. Þá veldur ástin ungum mönnum hugarangri um tíma og keppt er um hylli fallegrar stúlku með nokkuð alvarlegum afleiðingum. Sagan hefur verið stytt lítið eitt og orðfæri á nokkrum stöðum fært nær nútímamáli. Þessi útgáfa er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Skýringar og verkefni fylgja hverjum kafla og kennsluleiðbeiningar er að finna á heimasíðu Menntamálastofnunar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist þessa útgáfu. Hann kenndi lengi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur auk þess langa reynslu bæði af kennslu í efri bekkjum grunnskólans og námsefnisgerð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=