25 Íslenska Íslenska | unglingastig Kveikjur, Neistar og Logar | N | N | K | H Kveikjur leggur áherslu á nám í gegnum leik, sköpun, skynjun og rannsóknarvinnu á tungumálinu og samfélaginu. Í Neistum snýst íslenskunámið um leik, sköpun, skynjun, rannsóknarvinnu á tungumálinu og öllu okkar umhverfi. Í Logum fá nemendur m.a. tækifæri til að vinna með bókmenntahugtök, bókmenntastefnur, Íslendingasögur, myndasögur, kvikmyndir og leikrit. Útbrot | N | N | K | VE Útbrot er ætlað að þjálfa lesskilning. Bókin inniheldur fjölbreytta texta sem nemendur vinna úr með ýmsum hætti. Með hverjum texta fylgja verkefni sem þjálfa lestur, skilning og tjáningu. Á vefnum eru rafræn verkefni og kennsluleiðbeiningar. Mér er í mun …, Með fjaðrabliki … og Sérðu það sem ég sé? | N | N | K | H Í þessum bókum er stiklað á stóru í íslenskri bókmenntasögu með fjölbreyttu efnisvali. Nemendur kynnast ljóðum, leikritum, sögum og kvikmyndum eftir höfunda frá ólíkum tímum og straumum. Bækurnar bjóða upp á vandaða texta og verkefni sem efla læsi og gagnrýna hugsun. NEISTAR – Texta- og verkefnabók í íslensku ar Texta- og verkefnabók í íslensku Neistar með íslenskuna um leið og þú lærir hana? að rannsaka tungumálið og nota það á eistar námsefni fyrir þig. annars tækifæri til að æfa framsögn, ritun ræðum og spá í málfræði og málnotkun. ð á Kveikjum sem tilheyra sama flokki ngastig. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir. naði myndir. MEGI MÁTTUR TUNGUMÁLSINS ÁVALLT VERA MEÐ ÞÉR! ÞÚ HEFUR FENGIÐ ÚTBROT MEGI MÁTTUR TUNGUMÁLSINS ÁVALLT VERA MEÐ ÞÉR! ÞÚ HEFUR FENGIÐ ÚTBROT Í þessari kennslubók eru ólíkir textar sem þú getur nýtt þér til þjálfunar. Þeir eru upplýsandi og geta fært þér nýja sýn á menn og málefni líðandi stundar. Textunum fylgja verkefni sem reyna á athygli þína, ályktunarhæfni og skilning. Aldrei að vita nema ÚTBROT fái þig til að brjótast út úr viðjum vanans og auki þekkingu þína. Um leið og lesskilningur þinn eykst munt þú meðal annars fræðast um unga aðgerðasinna, sögu heimiliskatta, rómantík, nýyrði, listaverkastuld, tónlistarhátíðir, bílpróf og peninga. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þær eru rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna ljóð, skáldsögur og námsefni. Áhugamál höfunda eru m.a. að plokka, borða rjómaís og stúdera ellinöðrur. 7866 ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=