24 Íslenska Íslenska | miðstig RISAstórar smáSÖGUR | N | N RISAstórar smáSÖGUR eru átta rafbækur og innihalda hver um 20 áhugaverðar og fjölbreyttar sögur eftir börn á aldrinum 6–12 ára. Sögurnar voru valdar úr fjölmörgum frumsömdum sögum sem bárust í samkeppni á vegum MMS, KrakkaRÚV og fleiri samstarfsaðila í verkefninu Sögur – samstarf um barnamenningu. Viðhafnarútgáfa með verðlaunasögum fimm fyrstu áranna er til prentuð. Bækurnar eru innblástur fyrir nemendur sem vilja prófa sig áfram í ritun og frábært tækifæri til að kynnast sköpun annarra barna á eigin aldri. Beinagrindur – Handbók um ritun | N | K Handbókin styður nemendur við að rita ólíkar textategundir. Með því að þjálfa lestur og ritun á mismunandi textum verða nemendur hæfari til að tjá sig á fjölbreyttari og markvissari máta. Í bókinni eru leiðbeiningar settar fram á myndrænan og einfaldan hátt og auðvelt er fyrir nemendur að fylgja leiðbeiningum stig af stigi þar sem m.a. er farið yfir orðanotkun, efnisröðun, mál og stíl. Málrækt 1–3 | V Hver bók inniheldur fjölbreytt verkefni og æfingar með aðaláherslu á málfræði og ritun, auk efnis um stafsetningu og bókmenntir. Ritum rétt – Stafsetningaræfingar | VE Stafsetningaræfingar á vef sem eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem þurfa að styrkja ákveðin atriði í stafsetningu en nýtast einnig vel til almennrar stafsetningarþjálfunar fyrir nemendur á ýmsum skólastigum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=