Kynningarskrá 2025

23 Íslenska Íslenska | miðstig Trunt, trunt og tröllin og Gegnum holt og hæðir | N | V | N | H | K Tvær bækur með safni íslenskra þjóðsagna og ævintýra. Í Trunt, trunt og tröllin eru þjóðsögur sem skiptast í átta flokka: álfar og huldufólk, draugar, galdrar, kímni- og ýkjusögur, tröll, helgisögur, úr sjó og vötnum og útilegumenn. Gegnum holt og hæðir dregur upp mynd af baðstofumenningu fyrri alda þar sem sögur voru sagðar af furðuverum, náttúruöflum og áskorunum. Bækurnar innihalda inngang fyrir hvern kafla, söguglugga sem kynna sögurnar stuttlega og verkefni í lok hvers texta. Snorra-Edda | N | N | V | H | K Snorra-Edda er endursögð í þremur myndskreyttum bókum: Óðinn og bræður hans, Lífið í Ásgarði og Æsir á fljúgandi ferð. Þær veita nemendum innsýn í helstu goðsögur norrænnar trúar og veröld ásanna. Sjónpróf | N Sjónpróf inniheldur 25 hugleiðingar og spakmæli sett fram í formi gamalla sjónprófa. Sjónprófin má nýta á fjölbreyttan hátt, t.d. til að þjálfa lestur, lesskilning, sjónræna skynjun og dýpri íhugun. Þau vekja forvitni og skapa tækifæri til umræðu um lífið og tilveruna. Efnið hentar vel í íslensku, listgreinar og samfélagsgreinar og eru tillögur að kennsluhugmyndum aftarlega í bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=