Kynningarskrá 2025

22 Íslenska Íslenska | miðstig Flökkuskinna, Söguskinna og Töfraskinna | N | N | H | K Lestrarbókaflokkur sem fer um heima og geima. Í Flökkuskinnu er farið með lesendur á fjarlægðar slóðir og sagt frá skemmtilegu fólki, dýrum og hlutum. Í Söguskinnu eru sagðar flökkusögur, gluggað í dagbækur, rýnt í náttúru og umhverfi og fræðst um drauga og varúlfa. Í Töfraskinnu er farið með lesendur í huganum um framandi slóðir og ævintýraheima og kynntar sögur úr ólíkum áttum. Textarnir eru fjölbreyttir og vekja forvitni og verkefnin fjölbreytt og þjálfa ólíka hæfni. Efnið býður upp á samræður, ígrundun og skapandi nálgun. Auðlesnar sögubækur | N | V | N | V | H | K Auðlesnar sögubækur eru ætlaðar nemendum sem þurfa stuðning við lestur eða eiga erfitt með að lesa langan samfelldan texta. Textarnir eru stuttir og aðgengilegir, letrið skýrt og línur stuttar. Myndskreytingar eru ríkulegar og styðja við lesskilning. Flestar bækur eru með hljóðbók þar sem textinn er lesinn skýrt og nemandinn hvattur til að fylgjast með í bókinni á meðan hann hlustar. Með mörgum bókanna fylgja einnig verkefni sem dýpka skilning og þjálfa lestrarfærni. Dæmi um bækur í flokknum eru t.d. Á rás, Ég heiti Grímar, Það kom að Norðan, Hauslausi húsvörðurinn, Fimbulvetur og Leynifundur í Lissabon. Ferðir Ódysseifs og Átök á Ólympsfjalli | N | N | V Í Ferðum Ódysseifs er sögð hin ævintýralega heimför Ódysseifs úr stríðinu við Troju, þar sem hann glímir við furðuskepnur, náttúruöfl og yfirnáttúrulegar áskoranir. Í Átökum á Ólympsfjalli er fjallað um grísku guðina og gyðjurnar – samskipti þeirra, átök og ævintýri á hæsta fjalli Grikklands. BÓKMENNTIR FYRIR MIÐSTIG Töfraskinna BÓKMENNTIR FYRIR MIÐSTIG Ævintýrin geta gerst hvar sem er. Geimverur lenda næstum á íslenskum jökli, brjálaður risi gengur berserksgang, fornir guðir standa í stórræðum og sjálfur dauðinn íhugar tilgang lífsins. Í Töfraskinnu fá lesendur tækifæri til að fara í huganum um framandi slóðir og ævintýraheima og kynnast sögum og menningu úr ólíkum áttum. Töfraskinna er þriðja bókin í röð lestrarbóka og er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Emil Hjörvar Petersen bókmenntafræðingur og rithöfundur og Harpa Jónsdóttir grunnskólakennari og rithöfundur völdu efni, sömdu texta og verkefni. Kennsluleiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar www.mms.is 05588 Töfraskinna Töfraskinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=