21 Íslenska Íslenska | miðstig Málsmiðjan | VE Málsmiðjan er gagnvirkur vefur til að þjálfa málfræði og stafsetningu. Efnið byggir á sömu þáttum og bókin Finnbjörg. Flestum verkefnum er skipt upp í þrjú erfiðleikastig svo hægt er að velja verkefni við hæfi hvers og eins nemanda. Ritunarvefurinn | VE Ritunarvefurinn er verkfærakista fyrir kennara, nemendur, foreldra og aðra áhugasama sem vilja efla sköpun, ritunarfærni og íslenskt mál. Vefurinn sameinar fjölbreytt verkefni, hugmyndir og hagnýt ráð um ritun. Áhersla er lögð á að virkja sköpunarmátt og auka sjálfstraust í meðferð málsins – hvort sem er í kennslu, frístundum eða sjálfsnámi. Efnið nýtist vel á öllum skólastigum og flest verkefnin byggja á útgefnu efni MMS. Heimur í hendi | N | N Heimur í hendi er lestrarbókaflokkur sem tekur mið af áhugamálum nemenda og hugðarefnum þeirra. Í bókunum má finna stuttar frásagnir, fróðleiksmola og fjölbreytt efni sem vekur athygli og áhuga. Áhersla er lögð á lesskilning og eflingu orðaforða með verkefnum og orðskýringum sem fylgja aftast í hverri bók. Titlar í flokknum eru Stöngin inn, Á ögurstundu, Sitthvað á sveimi, Á flandri, Hraðar, hærra, sterkar, Geimurinn og Sveitin. LESTRARBÓK HEIMUR Í HENDI HEIMUR Í HENDI Geimurinn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=