Kynningarskrá 2025

20 Íslenska Íslenska | miðstig PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum | N | N | K Í bókinni er fjallað um leiðangur geimverunnar PóGó til jarðar þar sem hún kynnist börnum með ýmsar fatlanir. Ævintýri PóGó veita nemendum innsýn í fjölbreytileika mannlífsins og er ætlað að fræða þau um ólíkar fatlanir, fordóma, staðalmyndir og mannréttindi. Markmiðið er að efla virðingu fyrir fjölbreytileika, auka samkennd og stuðla að gagnrýninni hugsun um eigin viðhorf. Með því að fylgja PóGó í gegnum skoplegar en umhugsunarverðar aðstæður læra nemendur að það er í góðu lagi að spyrja, læra og viðurkenna mistök. Smátímasögur | N | N | H Smátímasögur er safn stuttra og aðgengilegra sagna sem henta vel í stuttar lestrarlotur. Sögurnar hafa verið lesnar upp á degi barnabókarinnar og fjalla um fjölbreytt ævintýri úr hversdagslífi og ímyndunarheimi. Farið er í heimsókn til álfa, krakkar flakka á milli ólíkra heima og gæludýrin í hverfinu funda stíft þegar nýtt dýr flytur á þúfuna þeirra. Finnbjörg | N | N Finnbjörg er stutt og gagnleg bók um helstu atriði í málfræði og stafsetningu. Hugtök og reglur eru útskýrð á einfaldan hátt með skýrum dæmum. Á vefnum Málsmiðjan eru æfingar sem byggja á efni bókarinnar og má nýta hana samhliða vefnum í kennslu. 6135 Geimveran PóGó er send til Jarðar frá plánetunni Poff með mikilvægt verkefni: að losa plánetuna við mannfólkið! En hvað gerist þegar PóGó kynnist nokkrum ungum Jarðarbúum og fær að fylgja þeim í skólann? Getur PóGó stöðvað eldflaugarnar áður en það er of seint og bjargað þannig nýju vinum sínum? Hvað er málið með allt prumpið og hversu mikinn ís getur PóGó borðað áður en allt fer úr böndunum? PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er æsispennandi og bráðfyndin saga eftir Bergrúnu Írisi, rithöfund og myndhöfund fjölmargra bóka fyrir börn og ungmenni. Saman mynda texti og teikningar Bergrúnar hrífandi ferðalag um fjölbreytileika mannfólksins, séð með augum geimverunnar PóGó frá Poff. Bókin er unnin í nánu samstarfi við ÖBÍ og fylgja henni ítarlegar og hagnýtar kennsluleiðbeiningar eftir Hjalta Halldórsson og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum Bergrún Íris Sævarsdóttir NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=