19 Íslenska | miðstig Varúð, hér býr ... | N | N | V Varúðarbækurnar eru spennandi og aðgengilegur lestrarflokkur fyrir miðstig. Bækurnar eru skrifaðar í léttum stíl og fjalla um spennandi verur á borð við vampíru, nornir, jötna, varúlfa og umskiptinga. Efnið nýtist til samlesturs, yndislesturs og einstaklingsvinnu. Sögulandið | N | N Sögulandið er nýr flokkur lestrarbóka sem tengir saman íslensku og samfélagsfræði. Bækurnar miðla sögulegri innsýn í líf barna á mismunandi tímum. Hólmasól gerist á landnámsöld og segir frá kröftugum krökkum í víkingaheimi þar sem bæði þekktir menn og dularfullir ferfætlingar koma við sögu. Brennd á báli fjallar um Guðrúnu sem býr á Vestfjörðum á tímum galdrafárs. Hún og afi hennar reyna að stöðva brennur þegar ótti og hjátrú grípa um sig. VÆNTANLEGT! Sjóræningjarnir eru komnir! er í vinnslu en hún fjallar um Ólaf Egilsson sem lendir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. París | N | N | H Hvað gerist þegar þú þarft að yfirgefa vini þína, heimilið og allt sem þú þekkir – og byrja upp á nýtt í ókunnu landi? París er fyrsta bókin í bókaflokknum Að heiman og heim sem fjallar um það að flytja milli landa, kveðja eitt heimili – og finna annað. Sagan veitir innsýn í tilfinningar, áskoranir og tækifæri sem fylgja því að byrja upp á nýtt í nýju landi. Hún hentar vel til samlesturs og umræðna í íslenskutímum og skapar tækifæri til að ræða vináttu, fjölskyldu, aðlögun og sjálfsmynd. VARÚÐ HÉR BÝR NORN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5636 ÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marta og Marius lenda í nýju spennandi ævintýri þegar kötturinn Hvæsi sleppur út og hverfur inn í þéttan þyrnirunna. Galdrar, þulur og göróttir drykkir bíða bak við luktar dyr og krakkarnir vita ekki hvort þau komast aftur heim heil á húfi. Varúð, hér býr norn er léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR JÖTUNN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5699 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR VARÚLFUR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 0000 VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. NÝTT! Paris Alexander er 13 ára þegar hann flytur með fjölskyldunni til Parísar. Hann saknar vina sinna, fótboltans og notalegra daga með ömmu og afa. Allt er framandi – borgin, skólinn og tungumálið – og Alexander á erfitt með að aðlagast nýja lífinu. En svo kynnist hann Pierre – hlýlegum manni sem hefur gengið í gegnum margt – og Adele, stórum og loðnum hundi sem fylgir honum hvert fótmál. Þrátt fyrir að þau séu ólík myndast óvænt og dýrmæt vinátta á milli þeirra. Stundum tekur lífið óvænta stefnu – og þá skiptir máli að eiga vin sem stendur með manni. Höfundur sögunnar er Þórunn Rakel Gylfadóttir og myndhöfundur Brimrún Birta Friðþjófsdóttir. 6139 Paris Þórunn Rakel Gylfadóttir Myndhöfundur Brimrún Birta Friðþjófsdóttir Að heiman og heim NÝTT! Íslenska
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=