Kynningarskrá 2025

16 Listi yfir lestrarbækur eftir þyngdarstigi | VE Á vef má finna flokkað yfirlit yfir lestrarbækur á yngsta stigi eftir fimm þyngdarstigum. Listinn er uppfærður árlega og nýtist til að velja námsefni við hæfi hvers nemanda. Auðlesnar sögubækur | N | V | N | V | H | K Auðlesnar sögubækur eru ætlaðar nemendum sem þurfa stuðning við lestur eða eiga erfitt með að lesa langan samfelldan texta. Textarnir eru stuttir og aðgengilegir, letrið skýrt og línur stuttar. Myndskreytingar eru ríkulegar og styðja við lesskilning. Flestar bækur eru með hljóðbók þar sem textinn er lesinn skýrt og nemandinn hvattur til að fylgjast með í bókinni á meðan hann hlustar. Með mörgum bókanna fylgja einnig verkefni sem dýpka skilning og þjálfa lestrarfærni. Auðlesnar sögubækur á yngsta stigi: Kötturinn seinheppni, Litlu landnemarnir, Loftur og gullfuglarnir. RISAstórar smáSÖGUR | N | N RISAstórar smáSÖGUR eru átta rafbækur og innihalda hver um 20 áhugaverðar og fjölbreyttar sögur eftir börn á aldrinum 6–12 ára. Sögurnar voru valdar úr fjölmörgum frumsömdum sögum sem bárust í samkeppni á vegum MMS, KrakkaRÚV og fleiri samstarfsaðila í verkefninu Sögur – samstarf um barnamenningu. Viðhafnarútgáfa með verðlaunasögum fimm fyrstu áranna er til prentuð. Íslenska Íslenska | yngsta stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=