Kynningarskrá 2025

15 Orðasjóður – Efni til málörvunar | S | VE Orðasjóður (Adventure Island of English Words) inniheldur 311 myndaspjöld og yfir hundrað verkefnablöð tengd 28 þemum, t.d. dýr, matur, líkamsheiti, íþróttir og fjölskylda. Verkefnin eru til á ensku og íslensku. Efnið er á útleið, dreift á meðan birgðir endast. Kræfir krakkar | N | N Kræfir krakkar er flokkur lestrarbóka á teiknimyndasöguformi með skemmtilegum sögum um krakka í ævintýrum. Aftast eru verkefni til samvinnunáms. Varúð, hér býr ... | N | N | V Varúðarbækurnar eru fimm talsins: Varúð, hér býr vampíra, Varúð, hér býr norn, Varúð, hér býr jötunn, Varúð, hér býr varúlfur og Varúð, hér býr umskiptingur. Sögurnar eru skrifaðar í léttum og aðgengilegum stíl og henta nemendum á yngsta stigi sem eru komnir vel á veg í lestri. Bækurnar nýtast í samlestur, yndislestur eða einstaklingsvinnu. Á vefnum eru verkefni sem styðja við lesskilning og umræðu. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum | N | N Í bókinni er fjallað um leiðangur geimverunnar PóGó til jarðar þar sem hún kynnist börnum með ýmsar fatlanir. Ævintýri PóGó veita nemendum innsýn í fjölbreytileika mannlífsins og er ætlað að fræða þau um ólíkar fatlanir, fordóma, staðalmyndir og mannréttindi. VARÚÐ HÉR BÝR NORN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5636 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ –VARÚÐ Marta og Marius lenda í nýju spennandi ævintýri þegar kötturinn Hvæsi sleppur út og hverfur inn í þéttan þyrnirunna. Galdrar, þulur og göróttir drykkir bíða bak við luktar dyr og krakkarnir vita ekki hvort þau komast aftur heim heil á húfi. Varúð, hér býr norn er léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR JÖTUNN BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 5699 VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚЖVARÚÐ –VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. VARÚÐ HÉR BÝR VARÚLFUR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR 0000 VARÚÐ –VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ – VARÚÐ Marius er að passa Þór þegar þeir bræður dragast inn í æsispennandi atburðarás! Kötturinn Hvæsi stingur af og Marta hverfur skyndilega, líkt og jörðin hafi gleypt hana! Hvað verður um krakkana þegar þau mæta slímugum pöddum, risavöxnum leirþurs og slefandi jötunynju? Hvað hefur orðið af Mörtu og geta þau snúið aftur heim áður en það er um seinan? Varúð, hér býr jötunn er spennandi léttlestrarbók fyrir upprennandi lestrarhesta. Lestu líka hinar Varúðar-bækurnar! Texta- og myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. 6135 Geimveran PóGó er send til Jarðar frá plánetunni Poff með mikilvægt verkefni: að losa plánetuna við mannfólkið! En hvað gerist þegar PóGó kynnist nokkrum ungum Jarðarbúum og fær að fylgja þeim í skólann? Getur PóGó stöðvað eldflaugarnar áður en það er of seint og bjargað þannig nýju vinum sínum? Hvað er málið með allt prumpið og hversu mikinn ís getur PóGó borðað áður en allt fer úr böndunum? PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er æsispennandi og bráðfyndin saga eftir Bergrúnu Írisi, rithöfund og myndhöfund fjölmargra bóka fyrir börn og ungmenni. Saman mynda texti og teikningar Bergrúnar hrífandi ferðalag um fjölbreytileika mannfólksins, séð með augum geimverunnar PóGó frá Poff. Bókin er unnin í nánu samstarfi við ÖBÍ og fylgja henni ítarlegar og hagnýtar kennsluleiðbeiningar eftir Hjalta Halldórsson og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum Bergrún Íris Sævarsdóttir NÝTT! Íslenska | yngsta stig Íslenska

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=