Kynningarskrá 2025

14 Sagan um Bólu 1–10 | N | V Sagan um Bólu samanstendur af tíu æfingaheftum og einni heildarsögu til útprentunar. Gert er ráð fyrir að í upphafi sé sagan lesin í heild fyrir nemendur en hver hluti svo rifjaður upp áður en hvert hefti er lesið. Með því að rifja söguna upp með börnunum gefst færi til að ræða efni hennar og orðaforða og tengja texta leskaflans við söguna. Veiðiferðin 1–5 | N | V Veiðiferðin samanstendur af fimm æfingaheftum og sögu til útprentunar. Sama aðferð er notuð og með Bólu – fyrst lesin heildarsaga og unnið með hverja einingu í kjölfarið. Stafaspjöld og veggspjald | VS Stafaspjöld og veggspjald eru ætlað til innlagnar bókstafa og hljóða. Þau eru í stærðum A4 og A5 með og án króka. A2 veggspjald með öllu stafrófinu fylgir einnig. Nothæft efni í stafainnlögn, hljóðgreiningu og umræðu. Íslenski málhljóðakassinn | N | VE Íslenski málhljóðakassinn inniheldur stafaspjöld, myndaspjöld og fræðsluefni sem nýtist við kennslu á framburði, hljóðgreiningu, orðaforða og hlustun. Efnið hentar í einstaklings- og hópavinnu og styður vel við markmið í málörvun. Íslenska Íslenska | yngsta stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=