13 Lestur er leikur | L Lestur er leikur er vefnámsefni ætlað nemendum sem þarfnast hægrar og markvissrar lestrarþjálfunar. Lögð er áhersla á mikla endurtekningu og sjónræna framsetningu. Kennsluleiðbeiningar fylgja efninu á vefnum. Stafaplánetur | L Stafaplánetur er gagnvirkur vefur fyrir yngstu nemendur sem eru að byrja að læra bókstafi. Þar eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga á til stafsins. Samhljóðar í himingeimnum | L Samhljóðar í himingeimnum er vefur sem þjálfar nemendur í hlustun og hljóðgreiningu, með áherslu á samhljóðaklasa og greiningu hljómlíkra hljóða. Eldgrímur | L Eldgrímur er gagnvirkur vefur fyrir yngsta stig, sérstaklega 7–9 ára börn og þá sem þarfnast endurtekningar. Efnið byggir á fjölbreyttum málfræðilegum leikjum og æfingum. Bókakista | N | S | VE | V Bókakista er námsefni sem eflir lestraráhuga og sjálfstæðan lestur hjá nemendum á yngsta stigi. Sextán spjöld í plastvösum fylgja efninu. Nemendur velja sjálfir eða í samráði við kennara, lestrarbók úr kistu sem kennarar hafa valið efni í, vinnuspjald og verkefni sem sótt eru á vef. Íslenska | yngsta stig Íslenska
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=