118 Stærðfræði Stærðfræði | yngsta stig Stærðfræði er skemmtileg – Verkefnabanki | VE Verkefnabanki með fjölbreyttum verkefnum fyrir alla árganga grunnskólans. Verkefnin skiptast í fjóra flokka: tölur og reikning, rúmfræði og mælingar, algebru og tölfræði og líkindi. Innan hvers flokks eru verkefni flokkuð eftir aldri og þyngdarstigi. Stærðfræðisarpurinn | VE Safn útprentanlegs efnis fyrir stærðfræðikennslu, m.a. talnalínur, brotaskífur, tölur, form, rúðunet, punktanet og verkefni. Hentar vel til stuðnings fjölbreyttri kennslu og einstaklingsmiðuðu námi. Stærðfræði pöddur | L Gagnvirkur leikur sem þjálfar samlagningu, frádrátt og margföldun talna á bilinu 0–9. Leikurinn hentar vel sem þjálfun eða upprifjun fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Teningaspil – Samlagning, margföldun og frádráttur | L Gagnvirkt þjálfunarefni þar sem nemendur æfa samlagningu, frádrátt og margföldun í gegnum teningaleiki. Efnið hentar vel sem fjölbreytt viðbót við hefðbundna kennslu í stærðfræði á yngsta stigi. Klukkan | L Gagnvirkur leikur til að læra á klukku og hjálpa nemendum að sjá samsvörun í skífuklukkum og tölvuúrum. Markmiðið er að efla skilning nemandans á náttúrulegum tölum og tugakerfinu með því að staðsetja þær í rétt sæti í sætisgildakerfinu og raða þeim síðan eftir stærð. Hægt er að velja á milli þriggja þyngdarstiga: tveggja, þriggja og fjögra stafa talna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=