Kynningarskrá 2025

10 Skrift – Stafainnlögn | V Æfingablöð til útprentunar fyrir byrjendur þar sem unnið er út frá stafainnlögn. Þar eru krotæfingar og stafablöð með öllum stöfum stafrófsins þar sem stafdráttur er sýndur. Aftan á hverju æfingablaði eru línur sem nemendur geta nýtt til frjálsrar ritunar. Einnig er heildaryfirlit þar sem stafdráttur allra bókastafa er sýndur. Ritrún 1, 2 og 3 | V | V Í bókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu fyrir yngsta stig grunnskóla. Viðfangsefni bókanna stigþyngist og þróast í takt við færni nemenda – frá grunnhugtökum yfir í einfaldar stafsetningarreglur og greinarmerki. Verkefnin miða að því að efla orðaforða, styrkja málskilning og byggja upp jákvætt viðhorf til móðurmálsins. Milli himins og jarðar | N | N | HL Milli himins og jarðar er lestrarflokkur sem ætlað er að virkja áhuga nemenda til lestrar, efla orðaforða og auka lesskilning. Í bókunum er ýmiss konar fróðleikur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar á hægri spássíu leiða nemandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókunum eru nokkur verkefni. Níu bækur eru komnar út: Ánamaðkar, Flugvélar, Hrafninn, Humlur, Hvalir, Ísbjörn, Köngulær, Refurinn og Tunglið. VÆNTANLEGT! Tíunda bókin er á leiðinni er nefnist Eldgos. MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Hrafninn 07212 Hvalir er þriðja bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Hvalir MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Hvalir Tunglið 07198 Tunglið er önnur bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Tunglið MI LLI HI MI NS OG JARÐAR 6921 Humlur er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni eru fróðleikstextar um humlur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í fluguvæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Bókin er einnig til sem rafbók og hljóðbók á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Eldgos MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Íslenska Íslenska | yngsta stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=