Kynningarskrá 2025

114 Samfélagsgreinar Saga | unglingastig Á ferð um samfélagið – Þjóðfélagsfræði | N | N | K | H Kennslubók í þjóðfélagsfræði fyrir unglingastig. Fjallað er um íslenskt samfélag í dag, borið saman við lífið á 19. öld og samfélag Yanómamafrumbyggja í Amazon. Bókin skiptist í ellefu sjálfstæða kafla með myndum, töflum og fjölbreyttum verkefnum. Sögueyjan 1–3 | N | V | N | V | K | H Bókaflokkurinn Sögueyjan skiptist í þrjá hluta: Sögueyjan 1 fjallar um miðaldasögu Íslands frá landnámi til siðaskipta (870–1520). Sögueyjan 2 nær yfir lok miðalda og fyrstu aldir nýaldar, með áherslu á samfélagsbreytingar. Sögueyjan 3 lýsir sögu Íslands á 20. öld, þar sem m.a. er fjallað um sjálfstæðisbaráttu, lýðveldisstofnun og samtímasögu. Goðsagnir og Íslendingasögur | M Mynd í tveimur hlutum: Goðsagnir og Íslendingasögur. Með hjálp Snorra Eddu er saga landsins rifjuð upp. Á 13. öld var farið að skrásetja sögu landnámsmanna og þessar frásagnir, Íslendingasögurnar, eru enn með verðmætustu dýrgripum íslenskrar sögu. Þær fjalla um ást, átthagabönd, hefnd og dauða. GARÐAR GÍSLASON 05617 Á ferð um samfélagið er kennslubók í þjóðfélagsfræði og er hún einkum ætluð nemendum í efstu bekkjum grunnskólans. Bókin fjallar um íslenskt nútímasamfélag í samanburði við annars vegar lífið hér á landi á 19. öld og hins vegar samfélag Yanómama– frumbyggja í regnskógum Amason. Bókin skiptist í 11 sjálfstæða kafla og í henni eru fjölmargar myndir og töflur sem skýra efnið enn frekar. Í lok hvers kafla má finna fjölbreytt verkefni. Á vefsíðu Menntamálastofnunar er að finna ýmiss konar efni sem tengist bókinni. Höfundur bókarinnar, Garðar Gíslason félagsfræðingur, er kennari við Menntaskólann í Kópavogi. Á ferð um samfélagið ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI Á ferð um samfélagið ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=