Kynningarskrá 2025

113 Samfélagsgreinar Saga | unglingastig Saga 19. og 20. aldar | N | N | K | H Þrjár sögubækur sem fjalla um heimssögulega atburði frá 18. öld fram undir árið 2008. Lýðræði og tækni nær yfir 19. öldina og þróun stjórnkerfa, iðnvæðingu og áhrif á Ísland. Styrjaldir og kreppa spannar frá 1912 til 1945 og fjallar um heimsstyrjaldirnar, byltingar og kreppur. Frelsi og velferð nær frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram undir efnahagshrunið og fjallar um kalda stríðið, þróun velferðarríkja og hnattvæðingu. Sögugáttin – Þemahefti í sögu | N | N Sögugáttin er bókaflokkur sem inniheldur 10 bækur. Hver bók er 32 blaðsíður með fræðandi texta og fjölbreyttum verkefnum. Þessi þemahefti eru til í flokknum: Fjölskyldan á 20. öld – Saga íslenskra fjölskyldna og breytinga á lífs- og starfsumhverfi þeirra. Fyrstu samfélög – Um upphaf þéttbýlismenningar og þróun samfélaga víða um heim. Tækni og framfarir – Þróun samgangna, læknisfræði og daglegs lífs á 20. öld. Villta vestrið – Um upphaf Bandaríkjanna og hugmyndina um villta vestrið. Rokk og róttækni – ´68 kynslóðin, upphaf unglingamenningar og samfélagsbreytingar. Blessað stríðið – Áhrif seinni heimsstyrjaldar á íslenskt samfélag og daglegt líf. Rómanska-Ameríka – Saga Mið- og Suður-Ameríku fram til ársins 1500. Fólk á flótta – Skáldsaga byggð á raunverulegri reynslu sýrlenskrar fjölskyldu sem flúði til Íslands. Grikkland hið forna – Saga og arfleifð forngrikkja, frá Mýkenu til Alexanders mikla. Hinsegin saga – Saga hinsegin fólks á Íslandi rakin til okkar tíma. NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=