110 Samfélagsgreinar Saga og trúarbragðafræði | mið- og unglingastig Árið 1918 | N | N | K Þemahefti um árið 1918, sem var eftirminnilegt í sögu Íslendinga. Fjallað er um helstu atburði ársins, þar á meðal Kötlugos, frostaveturinn mikla, útbreiðslu spænsku veikinnar og sjálfstæði Íslands sem fullvalda ríkis. Trúarbrögð mannkyns | N | N | K | H | M Fjallað er um Búddatrú, Gyðingdóm, Hindúatrú, Íslam og Kristna trú – m.a. um sögu, guði, helgirit, siði, hátíðir, útbreiðslu og trúfélög á Íslandi. Fræðslumyndir fylgja þar sem sagt er frá fjölskyldum og trúarsiðum. Einnig er fjallað um Bahá’í trú, kínverska lífsspeki og Síkatrú. Kristin trú | N | N | K Fjallað er um lúterska mótmælendatrú eins og hún er þekkt á Íslandi, helsta boðskap kristninnar og hvernig trúin birtist í daglegu lífi fólks – í hversdagsleikanum, á hátíðum og við sérstakar gleði- og sorgarstundir. Trúarbragðavefurinn | VE Vefur sem eflir þekkingu og skilning á trúarbrögðum í fjölmenningarlegu samfélagi með það að markmiði að draga úr fordómum og stuðla að umburðarlyndi. Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangra sem nýtast vel í fjölbreyttri kennslu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=