109 Samfélagsgreinar Saga | miðstig Víkingaöld 800–1050 | N | N | K | H Þemahefti um víkinga og líf fólks í Norður-Evrópu á tímabilinu 800–1050. Fjallað er um fornleifar, víkingaferðir, daglegt líf, híbýli, störf, siði, trú og áhrif víkingaaldar til dagsins í dag. Efnið hentar vel í samfélagsgreinar. Frá Róm til Þingvalla | N | N | K | H Fjallað er um sögu fornaldar, einkum Rómaveldi og kristnitöku, ásamt fyrstu öldum Íslandsbyggðar, frá landnámi og fram yfir kristnitöku. Einnig er greint frá sögu Norðurlanda og Vestur-Evrópu á fyrstu öldum e.Kr. Nemendur kynnast tímatalinu, æfa sig í kortalestri og fá hvatningu til að skoða söfn og sögustaði. Miðaldafólk á ferð | N | N | K | H Fjallað er um ferðir og samskipti fólks á tímabilinu 1000–1600, einkum á seinni hluta miðalda og upphafi nýaldar. Bókin víkkar sjóndeildarhringinn og vekur spurningar um líf fólks á þessum tíma og tengsl þess við samtímann. Snorra saga | N | N | K | H Ævi Snorra Sturlusonar rakin í sögulegri skáldsögu fyrir grunnskólanemendur. Áhersla er lögð á mikilvægi Snorra í íslenskri menningar- og stjórnmálasögu. Á vef eru kennsluleiðbeiningar, verkefni og samþættingarverkefni með íslensku, auk hljóðbókar. Efnið er einnig fáanlegt með íslensku táknmáli.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=