108 Samfélagsgreinar Saga | yngsta stig og miðstig Leifur heppni – Teiknimynd | M Skemmtileg og litrík teiknimynd um Leif heppna sem lýsir uppvexti hans og landkönnunarleiðangri yfir hafið. Myndin kveikir vangaveltur um það af hverju sumir verða landkönnuðir og hentar vel sem inngangur að umfjöllun um víkinga og landafundi í samfélagsgreinum. Sögulandið | N | N Sögulandið er nýr flokkur lestrarbóka sem tengir saman íslensku og samfélagsfræði. Bækurnar miðla sögulegri innsýn í líf barna á mismunandi tímum. Hólmasól gerist á landnámsöld og segir frá kröftugum krökkum í víkingaheimi þar sem bæði þekktir menn og dularfullir ferfætlingar koma við sögu. Brennd á báli fjallar um Guðrúnu sem býr á Vestfjörðum á tímum galdrafárs. Hún og afi hennar reyna að stöðva brennur þegar ótti og hjátrú grípa um sig. VÆNTANLEGT! Sjóræningjarnir eru komnir! er í vinnslu en hún fjallar um Ólaf Egilsson sem lendir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. Páskavefur og jólavefur | VE Á páskavefnum má finna fróðleik um páskahátíðina, uppruna hennar, siði og venjur. Jólavefurinn býður upp á jólasögur og margs konar efni tengt jólum og aðventu, bæði af trúarlegum og veraldlegum toga. Vefirnir nýtast vel til fróðleiks, upplesturs og verkefnavinnu. NÝTT!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=