Kynningarskrá 2025

9 Íslenska | yngsta stig Skrift – Tölustafir | V | V | K Efnið er ætlað nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skriftarnámi og má nota samhliða Skrift 1a og 1b. Kenndir eru tveir tölustafir á hverri opnu og stafdráttur sýndur í stafahúsi. Auk skriftar eru fjölbreyttar þjálfunaræfingar sem efla sporun, fínhreyfingar og talnaskilning. Leiðbeiningar fyrir kennara eru aftast í bókinni. Skrift – Handbók kennara | K Í handbókinni er að finna hugmynd að heildstæðri skriftarkennslu fyrir grunnskóla, verklagi og einstaklingsmiðuðum leiðum til að kenna, þjálfa og meta skrift. Handbókin inniheldur jafnframt ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir bæði reynda og óreynda skriftarkennara sem munu nýtast vel í skriftarkennslunni. Skriftarvefurinn | VE Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennarar þar sem finna má allt útgefið efni í skrift og fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum er meðal annars stöðumat í skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima. Skriftarsmiðjan – Leturgerð | VE Í Skriftarsmiðjunni má útbúa fjölbreytt þjálfunarefni í skrift og velja þá leturstærð sem hentar hverjum nemenda. Hægt er að útbúa efni til að æfa betur réttan stafdrátt bókstafa og tölustafa, tengingar, notkun greinarmerkja eða annað sem þarfnast meiri þjálfunar. Skrift Handbók kennara Guðbjörg Rut Þórisdóttir Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir NÝTT! NÝTT! NÝTT! Íslenska

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=